langa í karrísósu með hýðisgrjónum

Hráefni

  • 160-180 gr hreinsaður fiskur á mann
  • ½ bolli hýðisgrjón ósoðin
  • 2 stk laukur
  • 2 stk gulrætur
  • 400 gr seljurót
  • 1 matskeið karrí
  • 1 desilíter matreiðslurjómi
  • 1 desilíter hveiti eða maizenamjöl
  • 1 teningur fiski-eða grænmetiskraftur
  • eftir smekk salt og pipar
  • olía til steikingar

Fyrir 4

Innkaupalisti fyrir 4 undir 2000kr.160-180 gr hreinsaður fiskur á mann
½ bolli hýðisgrjón ósoðin
2 stk laukur
2 stk gulrætur
400 gr seljurót
1 matskeið karrí
1 desilíter matreiðslurjómi
1 desilíter hveiti eða maizenamjöl
1 teningur fiski-eða grænmetiskraftur
salt og pipar
olía til steikingar

Aðferð

Skerið fiskinn í ca 80-90 gr steikur. Sjóðið hrísgrjónin samkvæmt leiðbeiningum(ca. 35-45 mín)
Steikið síðan fiskinn létt á hvorri hlið og kryddið með salti og pipar.
Á með fiskurinn er á pönnunni er grænmetið skolað, skrælt og sneitt í fremur smáa stöngla og síðan sett í pönnuna á eftir fiskinum.
Þessu er síðan raðað í eldfast mót og smá vatn sett í pönnuna og smakkað til ásamt því að vera þykkt svo úr verði karrísósa.
Sósunni er hellt yfir fiskinn og bakað við 160°C í u.þ.b. 20 mín(fer eftir þykkt á steikunum).
Leyft að standa í nokkrar mínútur og framreitt með hýðisgrjónum og e.t.v. fersku tómat-og gúrkusalati.

Uppskrift: Gott, hollt og ódýrt

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert