Alvöru salsa

Salsa-sósur eru mikilvægur hluti af mexíkóskri matargerð og njóta einnig vinsælda sem ídýfur. Það jafnast hins vegar ekkert á við heimatilbúna, bragðmikla og sterka salsa-sósu. Þetta er alvöru.

  • 3 dósir niðursoðnir tómatar
  • 1 lúka kóríander
  • 2 laukar, saxaðir
  • 4-5 hvítlauksgeirar, saxaðir
  • 2 grænir chili-belgir (t.d. jalapeno)
  • safi úr lime
  • 1 tsk cummin
  • ólífuolía
  • cummin

Skerið chilibelgina í tvennt og hreinsið fræin innan úr þeim. Það er ágætt að gera það með því að skola innan úr þeim. Ekki stinga puttunum í augun strax á eftir.

Opnið tómatadósirnar og hellið vökvanum frá. Setjið tómatana í matvinnsluvél ásamt chili-belgjunum og kóríander. Maukið.

Hitið 2-3 msk af olíu á pönnu á miðlungshita. Þegar hún er orðin heit er saxaður laukurinn og hvítlaukurinn settur út á pönnuna. Veltið um í 20-30 sekúndur. Bætið þá tómatamaukinu saman við. Kryddið með cummin, salti og pipar. Látið malla á pönnunni í 15-20 mínútur eða þar til salsa-sósan er farin að þykkna.

Í lokin er safi úr lime pressaður yfir.  Það getur líka verið gott að bæta smá ferskum, söxuðum kóríander saman við. Berið fram með tortillaflögum og mexíkóskum mat.

Skráðu þig á póstlistann okkar með því að smella hér og fáðu reglulegt fréttabréf með nýjustu vínunum, uppskriftunum og veitingahúsunum.

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert