Nýr matseðill fyrir vikuna

Eygló Harðardóttir.
Eygló Harðardóttir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Eygló Harðardóttir er komin með nýjan matseðil fyrir vikuna. Hann er svohljóðandi:

Mánudagur

Kjötsúpa.  Kjötsúpa að hætti heimilisins.  Lykilatriðið til að kjötsúpa geti verið mánudagsréttur er að skera allt frekar smátt, líka kjötið.

Þriðjudagur

Fisktortilla.  Mexíkanskur matur er sívinsæll á heimilinu og því góð leið til að smygla fiski inn í matseðil vikunnar.

Miðvikudagur

Pylsur og kartöflusalat.  Á undanförnum árum hefur pylsumenning Íslendinga tekið miklum framförum. Uppáhaldspylsurnar eru frá Pylsumeistaranum við Hrísateig.  Bratwurst eða Eyvindur með góðu kartöflusalati og sterku sinnepi eru einfalt og ótrúlega bragðgott.

Fimmtudagur

Fiskibollur. Tilbúið fiskfars með soðnum kartöflum og smjöri.  Gerist ekki einfaldara í lok vikunnar.

Föstudagur

Pitsukvöld verður fastur liður eins og venjulega á föstudögum.

Laugardagur

Chili með sætum kartöflum og baunum.  Chili er alltaf gott, með eða án kjöts.  Í þetta sinn ætla ég að prófa chili með sætum kartöflum og baunum.  Leitin mikla að svörtum baunum hefur ekki gengið sérstaklega vel, en þá má alltaf nota pinto-baunirnar góðu.

Sunnudagur

Purusteik.  Vinkona mín benti á hversu góðar svínasíður eru. Þær eru ekki dýrar og taka ekki langan tíma í eldun.  Að sjálfsögðu þarf gott rauðkál, brúnaðar kartöflur og góða sósu með safaríkri steikinni og stökkri purunni.

(Keypt var inn fyrir þessa viku í viku 3, 14-20. janúar).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert