Taílenskur kjúklingur í grænu karrí

Taílenskur kjúklingur.
Taílenskur kjúklingur. Ljósmynd/Svava

Það er eitthvað við taílenskan mat sem erfitt er að standast. Vissir þú að það er ekki flókið að búa til taílenska rétti frá grunni? Matarbloggarinn Svava sem heldur úti síðunni Ljúfmeti og lekkerheit gefur lesendum uppskrift að uppáhaldsréttinum sínum.

Hráefni:

  • 900 g kjúklingabringur
  • 2 msk. rapsolía
  • 2 -2,5 msk. green curry paste frá Thai Choice
  • 2 hvítlauksrif, fínhökkuð
  • 1 tsk. lemon grass frá Thai Choice
  • 1 tsk. hrásykur
  • 2 msk. fish sauce
  • 1 dós kókosmjólk (400 ml) frá Thai Choice
  • 1 sæt kartafla, skorin í teninga
  • salthnetur, grófsaxaðar
  • vorlaukur, skorinn í sneiðar
  • ferskt kóríander
  • hrísgrjón
  • lime

Aðferð:

Hitið olíu á pönnu og setjið hvítlauk og karrímauk saman við. Steikið við miðlungsháan hita í 1 mínútu. Bætið kjúklingnum á pönnuna og steikið áfram í aðra mínútu. Setjið fiskisósu, lemon grass og hrásykur á pönnuna og látið malla í 3-4 mínútur. Bætið sætum kartöflum á pönnuna og hellið kókosmjólk yfir. Látið sjóða þar til kartöflurnar eru soðnar.

Berið fram með hrísgrjónum, limebátum, salthnetum, vorlauk og fersku kóríander.

Taílenskt hráefni.
Taílenskt hráefni. Ljósmynd/Svava
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert