Grilluð sirloinsteik á teini

Grilluð sirloinsteik á teini.
Grilluð sirloinsteik á teini.

Bakarinn Jói Fel er búinn að gefa út grillbók með 200 girnilegum grilluppskriftum. Bókin er 400 blaðsíður og í henni er að finna til dæmis grillaða sirloinsteik á teini. Uppskriftin er hér fyrir neðan.

Hráefni:

Um 1 kg sirloinsteik eða nautafillet

Kryddlögur:


1½ dl sojasósa
70 ml eplaedik
2 msk púðursykur
½ laukur
2 msk olía
2 hvítlauksrif, söxuð
2 msk engiferrót, rifin
pipar

Aðferð:

Skerið kjötið í 4 cm bita. Blandið maríneringuna í skál. Takið um 3 msk af kryddleginum frá. Setjið kjötið út í maríneringuna í skálinni og látið standa í 2 klst. Þræðið svo kjötið upp á tein og hafið smábil á milli svo kjötið grillist betur. Grillið í 2 mín. á hvorri hlið. Leggið svo á efri grind og eldið rólega í 8 mín. Gætið þess að elda kjötið ekki of mikið.

Grillað grænmeti:
ólífuolía,
sveppir,
rauð paprika,
vorlaukur,
laukur og
snjóbaunir

Aðferð:

Skerið grænmetið niður og veltið því lítillega upp úr olíu. Grillið við meðalhita. Setjið grænmetið í skál og kryddlögurinn sem tekinn var frá er settur saman við grænmetið
og því velt vel upp úr honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert