Guðdómleg bleikja í sparifötum

Girnileg bleikja.
Girnileg bleikja. Ljósmynd/Nanna Rögnvaldar

„Bleikja er afbragðsfiskur en ég reyni að passa mig á að hafa hana ekki of oft, ég er hrædd um að ég gæti orðið leið á henni og það vil ég ekki. Ég er ekki eins og pabbi gamli, sem ólst upp við að borða silung sirka sex daga í viku allt sumarið þegar hann var strákur og ungur maður. Ég spurði hann einhverntíma hvort hann hefði aldrei orðið leiður á þessu og hann sagði að það hefði komið fyrir að hann hefði fengið leið á soðnum silungi – en aldrei steiktum,“ segir metsöluhöfundurinn og matarbloggarinn Nanna Rögnvaldardóttir. Hér kennir hún lesendum að matbúa gómsæta bleikju. 

Ofngrilluð bleikja með hnetu-kryddjurtaþekju

2 bleikjuflök

2 msk möndlur

2 msk furuhnetur (eða meiri möndlur)

lófafylli af steinselju

lófafylli af basilíku (eða aðrar kryddjurtir eftir smekk)

börkur af 1 sítrónu

25 g smjör, lint

pipar og salt

Tómatmauk

2-3 vel þroskaðir tómatar

1 msk ólífuolía

1/2 lítill laukur

2 hvítlauksgeirar

1/2 þurrkað, milt chilialdin (má sleppa)

3 msk hvítvín

pipar og salt

Kúskús með kryddjurtum

150 g kúskús

sjóðandi vatn skv. leiðbeiningum á umbúðum

safi úr 1 sítrónu

2 msk ólífuolía

1 lítill hvítlauksgeiri

lófafylli af steinselju

lófafylli af basilíku (má sleppa)

pipar og salt

HÉR er hægt að sjá nákvæmlega hvernig hún bar sig að.

Bleikja.
Bleikja. Ljósmynd/Nanna Rögnvaldar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert