Ostur með hunangi, hnetum og þurrkuðum ávöxtum

Ostaréttur sem slær í gegn.
Ostaréttur sem slær í gegn.

Þennan einfalda ostarétt má útbúa með skömmum fyrirvara og mun alltaf mælast vel fyrir. Uppskriftin er úr nýjustu bók Rósu Guðbjartsdóttur, Partíréttir, en hún hefur um árabil heillað landsmenn með einföldum uppskriftum sem allir geta spreytt sig á.

Gullostur með hunangi, þurrkuðum ávöxtum og hnetum

1 gullostur

2 msk. hunang

2 dl blanda af pekanhnetum og þurrkuðum ávöxtum, t.d. döðlum og aprikósum, saxað smátt

Aðferð: Hitið ofninn í 180 gráður. Skerið með litlum, beittum hnífi gat ofan á miðju ostsins, þannig að smávegis dæld myndist. Setjið þar ofan í hneturnar og þurrkuðu ávextina. Dreypið hunangi yfir allt saman og bakið í 20 mínútur. Berið strax fram með kexi eða snittubrauði.

Rósa Guðbjartsdóttir
Rósa Guðbjartsdóttir
Nýjasta bók Rósu heitir Partíréttir.
Nýjasta bók Rósu heitir Partíréttir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert