Heilnæm blómkálssúpa

Blómkálssúpa Ásdísar.
Blómkálssúpa Ásdísar.

Ásdís

<a href="http://gurmandisir.blogspot.com/2013/03/blomkalssupa.html" title="Ásdís">matarbloggari á Gúrmandísir eldaði á dögunum gómsæta blómkálssúpu </a>

sem smakkaðist guðdómlega að hennar sögn. Góðar súpur eru alltaf viðeigandi og því mælum við með því að þið prófið þessa.

<b><br/></b> <b>Hráefni:</b>

ólífuolía

1/2 laukur

1 blaðlaukur

2 hvítlauksrif

lítill blómkálshaus eða hálfur stór blómkálshaus

1 meðalstór sellerírót

1L af grænmetissoði, jafnvel örlítið meira

salt og pipar

fersk basilíka eða kóríander

kasjúhnetur

<b><br/></b> <em>Aðferð:</em> <em><br/></em>

Saxið lauk, hvítlauk og blaðlauk. Skerið blómkál í bita ásamt sellerírót. 

Hitið dálítið af ólífuolíu í potti á meðalhita. Svitið lauk og blaðlauk í 2-3 mínútur og bætið svo hvítlauk, blómkáli og sellerírót út í. Saltið aðeins ef þið viljið. Hrærið í og leyfið þessu að mýkjast aðeins. Bætið þá grænmetissoðinu út í pottinn, hækkið aðeins hitann og leyfið suðunni að koma upp. Lækkið þá hitann í meðalhita og leyfið súpunni að malla í 10-15 mínútur. Slökkvið undir og leyfið súpunni að kólna í nokkrar mínútur áður en hún er blönduð með töfrasprota. 

Setjið saxaðar kryddjurtir og kasjúhnetur ofan á súpuna áður en hún er borin fram. Ein rönd af ólífuolíu og smá nýmulinn svartur pipar og þið eruð klár!

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert