Seðjandi mozzarella salat

Girnilegt og gott.
Girnilegt og gott. www.justaspoonfulof.com

Hérna kemur ein einfaldasta salatuppskrift sem við höfum séð. Salatið hentar vel sem meðlæti með fiski eða innan í samloku eða hamborgara.

<em><strong> Avókadó og mozzarella salat</strong></em> <span><span><span><span><span><br/></span></span></span></span></span> <em>Hráefni:</em>
  • Tvö avókadó, skorin í bita
  • Tveir til þrír tómatar, skornir í bita
  • Einn ferskur mozzarella ostur, skorinn í bita
  • Tvær matskeiðar ólívuolía
  • Tvær teskeiðar basilíka
  • Salt og pipar eftir smekk
<em>Aðferð:</em>

Blandið öllu hráefninu saman í skál og berið á borð. Gerist ekki einfaldara.

<a href="http://www.justaspoonfulof.com/2011/08/avocado-tomato-mozzarella-salad.html" target="_blank">Uppskriftin kemur af heimasíðunni <em>Justaspoonfulof.com</em>. </a>
Hráefnið er hollt og seðjandi.
Hráefnið er hollt og seðjandi. www.justaspoonfulof.com
mbl.is