Kjúklingaafgangar í jólastressinu

Spaghettí milanese.
Spaghettí milanese. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Tilvalið er eftir helgina að nýta afganga af kjúklingi milanese og töfra fram tvo nýja og fljótlega rétti sem eiga eftir að slá í gegn hjá fjölskyldumeðlimum. Óskar Finnsson er á mbl.is að kenna handtökin en hér er farið yfir hvað gera má við afgangana.

Óskar kennir okkur á mbl.is á fimm mínútum hvernig hægt er að galdra fram kjúkling milanese með hleyptu eggi. Hann er borinn fram með grænmeti í ofni og er hreint út sagt ljúffengur. Svo er bæði auðvelt og skemmtilegt að elda hann. Prófið að leyfa krökkunum að taka þátt í eldamennskunni. Þau hafa gaman af því að berja kjúklingabringur og dýfa í egg og rasp. Þessi réttur klikkar ekki og hleypta eggið setur punktinn yfir i-ið.

Kjúklingaafgangar í jólastressinu

Gott er að spara sér tíma og fyrirhöfn og elda ríflega af kjúklingi því hann má nýta í svo margt dagana á eftir. Í jólastressinu er gott að eiga afganga í ísskáp svo hægt sé að töfra fram hollan og góðan rétt sem er gjörbreyttur frá upprunalega réttinum. Þannig má eiga grunn í tvo nýja rétti sem sjá má hér á síðunni.

Spaghettí milanese

tómatpastasósa

1 hvítlauksrif, rifið

chiliduft

svartur pipar

spagettí

Hellið tómatpastasósu í pott eða á pönnu, kryddið með hvítlauk, chilidufti og pipar og látið suðuna koma upp. Sjóðið spagettí í saltvatni í u.þ.b. 10 mín. Blandið saman spagettí og sósu og berið fram með kjúklingi milanese sem hefur verið hitaður í örbylgjuofni. Rífið yfir parmesan.

Milanes-salat

mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

gróf salatblöð

afgangur af ofnbakaða grænmetinu

afgangur af kjúklingi milanese

Blandið öllu saman og notið safann af grænmetinu sem salatsósu.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert