Þorskur með engifer, túrmerik og pistasíum

Hollur og góður fiskréttur og kremuð sætkartöflumús.
Hollur og góður fiskréttur og kremuð sætkartöflumús. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Þorskur er góður fiskur sem gaman er að gera tilraunir með. Mestu máli skiptir að ofelda hann þó ekki. Þorskur er einnig sá fiskur sem mér finnst þolanlegastur daginn eftir ef það verða einhverjir afgangar.  

450 g þorskhnakki
50 g pistasíur, saxaðar
2 msk olía
2 msk smjör
1/ msk sítrónusafi
1/4 tsk túrmerik krydd
1/4 tsk salt
1 tsk ferskt engifer, rifið

Setjið allt nema fiskinn, hneturnar og smjörið í plastpoka (ziplock) eða box sem hægt er að loka. Hristið vel svo marineringin blandist.

Setjið því næst fiskinn í bitum ofan í pokann/boxið og hristið svo að marineringin fari vel utan um bitana. Látið marineringuna liggja á fisknum í að lágmarki 2 tíma. Helst yfir nótt.

Setjið fiskinn í eldfastmót. Smjörklípu ofan á hvert stykki og stráið hnetum jafnt yfir.

Bakið í ofni á 170 gráðum í 12-15 mínútur. eftir þykkt

Berið fram með góðu salati og sætkartöflumús.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert