Döðlugott með lakkrískurli

Döðlugott er sívinsælt gotterí en lakkrísinn gefur bitunum aukna gleði …
Döðlugott er sívinsælt gotterí en lakkrísinn gefur bitunum aukna gleði og áferð.
Jólabæklingur Nóa Síríus er kominn í verslanir en að þessu sinni er það hinn geysivinsæli matarbloggari Berglind Guðmundsdóttir á GulurRauðurGrænn&salt sem töfraði fram uppskriftirnar. Hér er ein ómótstæðileg uppskrift úr bæklingnum. Uppskriftin gefur um það bil 25 stykki.

Hráefni   

500 g döðlur, saxaðar smátt
250 g smjör
120 g púðursykur
150 g Kellogg‘s Rice Krispies
400 g Síríus rjómasúkkulaði
2 pokar Nóa lakkrískurl

Aðferð

Döðlur og smjör brætt saman í potti. Púðursykurinn er bræddur með þangað til döðlurnar eru orðnar mjúkar.
Blandið Rice Krispies og lakkrískurli saman við og setjið í form í frysti í 10 mínútur. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði. Hellið yfir Rice Krispies-blönduna og frystið í um það bil 30 mínútur.
Skerið í bita, berið fram og njótið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert