Meiri sykur í skál af granóla en kókdós

Sykurlaust granóla frá Paulúns kemur í tveimur bragðtegundum.
Sykurlaust granóla frá Paulúns kemur í tveimur bragðtegundum.

Granóla er hollur morgunverðarkostur. Eða hvað?

Fjöldi greina hefur verið skrifaður um hversu mikilvægt er að lesa utan á umbúðir á mat og er granóla engin undantekning þar. Granóla er sum sé stökk hafrablanda sem gjarnan inniheldur hentur, þurrkaða ávexti og fræ. Munurinn á múslí og granóla er að múslí er ekki stökkt og ekki eldað á meðan granóla hefur verið ristað, oft með hunangi, sykri eða sírópi til að fá sæta og stökka áferð. Að því sögðu er granóla mjög bragðgott og vinsælt. Sérstaklega út á hina ýmsu grauta, jógúrt, í baksturinn eða eitt og sér með mjólk.

Fyrir nokkrum árum birtist grein á The dailymail þar sem næringarfræðingur gerði úttekt á nokkrum tegundum af Granóla og rýndi í innihald pakkana sem var oft tíðum langt frá því að vera hollmeti.

Í vissum tegundum af granóla er jafnvel að finna meiri viðbættan sykur og fitu í einni skál heldur en í kókdós og stórum skammt af MacDonalds frönskum samkvæmt fyrr nefndri úttekt. Því er skynsamlegt að lesa utan á pakkann. Hafa skal í hug að mest er af því innihaldi sem talið er upp fyrst í röðinni. Sem dæmi má nefna að ef upptalningin hljóðar svo: hafrar, hrásykur, heslihnetur, rúsínur, fræblanda... í þessari upptalningu er því næst mest af sykri þar sem sykur er í öðru sæti. Granóla inniheldur einnig oft á tíðum einnig hátt hlutfall af hnetum eða kókosflögum en þessi hráefni eru vissulega sykurlaus og náttúruleg en innihald hátt hlutfall fitu þó um góða fitu sé að ræða.

The Food Doctor línan inniheldur eina tegund af granóla án ...
The Food Doctor línan inniheldur eina tegund af granóla án viðbætts sykurs.

En ekki örvænta! Það er lítið mál að útbúa sitt eigið góðmeti og nota t.d. stappaða banana sem sætu og kókosolíu eða eggjahvítur til að fá stökkleikann. Einnig fást nú víða hérlendis granólablöndur án viðbætts sykurs til dæmis frá Food Doctor (Nettó) og  Paulúns (Nettó, Hagkaup ofl). Eplasafi eða mauk er notað til að sæta granólað frá fyrrnefndum merkjum. Nicolas Vahé framleiðir einnig heslihnetu- og döðlu granóla (hinar tvær innihalda viðbættan sykur) sem fæst víða í bakaríum og sérvöruverslunum.

Nicolas Vahé framleiðir einnig heslihnetu- og döðlu granóla (hinar tvær ...
Nicolas Vahé framleiðir einnig heslihnetu- og döðlu granóla (hinar tvær innihalda viðbættan sykur) sem fæst víða í bakaríum og sérvöruverslunum.
mbl.is