Hanna Stína spáir í heitustu eldhústrendin

Þetta þykir fremur vel heppnað eldhús. Takið eftir veggklæðningunni.
Þetta þykir fremur vel heppnað eldhús. Takið eftir veggklæðningunni.

Okkur lék forvitni á að vita hvaða trend væru ráðandi í ár og leituðum til eins af okkar fremstu innanhúsarkítektum til að fá skýr svör um hvaða stefnur og straumar eru í gangi. Hvað sé heitast? Hvað er dottið út? Og hvað er nauðsynlegt?

Innanhússarkitektinn Hanna Stína er þessa dagana að opna vinnustofu og sýningarrými í Kópavogi en hún gaf sér tíma til að gefa okkur góð ráð til að þeir sem eru í eldhúspælingum geti sparað sér bæði tíma og fyrirhöfn.

Hér eru heitustu trendin 2017

Shaker-eldhús: Eldhúshurðir sem eru með innfellda miðju kallast shaker. Þetta trend hefur verið að ryðja sér til rúms undanfarið og ekkert lát virðist á. Fólk er líka farið að nota meiri liti, djúpblár er mjög vinsæll eins og gráir tónar.

Gríðarlega vel heppnað eldhús en hér hefði munað miklu ef …
Gríðarlega vel heppnað eldhús en hér hefði munað miklu ef háfurinn hefði líka verið klæddur.
Shaker-eldhús nýtur mikilla vinsælda þessi misserin.
Shaker-eldhús nýtur mikilla vinsælda þessi misserin.
Gott dæmi um hvernig shaker-eldhúshurðir líta út.
Gott dæmi um hvernig shaker-eldhúshurðir líta út.
Shaker-hurðir og -skúffur með fallegum höldum og borðplötu úr marmara.
Shaker-hurðir og -skúffur með fallegum höldum og borðplötu úr marmara.

Innfelldir háfar sem búið er að klæða: Nú er hægt að fá einfaldar ódýrar viftur sem þú getur látið klæða þannig að þær taki algjörum stakkaskiptum. Mjög vinsælt er að klæða með speglum eða málmi, þá brass eða kopar. Stundum eru þær jafnvel flísalagðar. Þetta er mjög heitt þessi dægrin. 

Hér er búið að klæða háfinn með spegli.
Hér er búið að klæða háfinn með spegli. Árni Sæberg
Hér er búið að klæða háfinn á einfaldan hátt.
Hér er búið að klæða háfinn á einfaldan hátt.
Hér er háfurinn klæddur með svörtu.
Hér er háfurinn klæddur með svörtu.

Marmari: Ekkert lát er á marmaraæðinu og nú hafa litirnir blandað sér í leikinn. Svartur, grænn og grár marmari koma sterkir inn en hvítur heldur sinni stöðu sem vinsælasti liturinn.

Marmarinn heldur velli og hér má sjá innfelldan vask sem …
Marmarinn heldur velli og hér má sjá innfelldan vask sem er með því flottara sem við höfum séð.

Svartir og brass kranar: Það er alltaf kærkomið þegar hrist er upp í hlutunum og fólk er sífellt óhræddara að stíga aðeins út fyrir rammann. Kranar úr burstuðu stáli eru ekki lengur málið heldur koma hér svartir, brass og brons sterkir inn.

Koparkrani.
Koparkrani.
Svartur krani.
Svartur krani.
Hér er bronskrani sem setur mikinn svip á eldhúsið.
Hér er bronskrani sem setur mikinn svip á eldhúsið.




Hanna Stína ásamt dóttur sinni, Þórunni Klöru Símonardóttur, og Rúnari …
Hanna Stína ásamt dóttur sinni, Þórunni Klöru Símonardóttur, og Rúnari Árnasyni sambýlismanni. mbl.is/Freyja Gylfa
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert