Regnbogamúffur sem gleðja

Regnbogamúffur eru hrikalega hressar.
Regnbogamúffur eru hrikalega hressar. Pintrest.com

Fallegar eru þær og lífga upp á hvert boð sem þær mæta í. Fyrir þá sem nenna ómögulega að baka heila regnbogaköku er þetta ágætis málamiðlun enda múffurnar mun meðfærilegri sakir smæðar sinnar.

Aðferðin er merkilega einföld og við skorum á ykkur að senda okkur mynd af útkomunni á matur@mbl.is eða merkja þær á Instagram #maturambl.is

Regnbogakökur

 • 230 g hveiti
 • 1 tsk. lyftiduft
 • ¼ tsk. matarsódi
 • ½ tsk. salt
 • 160 ml mjólk (við stofuhita)
 • Börkur af einni sítrónu – fínt rifinn
 • Safi úr ½ sítrónu
 • 12 msk. ósaltað smjör (við stofuhita)
 • 200 g sykur
 • 3 stórar eggjahvítur (við stofuhita)
 • Rauður, appelsínugulur, gulur, grænn, blár og fjólublár matarlitur

Krem

 • 140 gr sykur
 • 2 stórar eggjahvítur (við stofuhita)
 • 1 tsk. vanilludropar
 • ½ tsk. cream of tartar
 • salt á hnífsoddi

Aðferð

 1. Hitið ofninn upp i 170 gráður. Notið múffu-bökunarform og setjið hvít form ofan í hvert og eitt. (Við mælum með að þið notið hvít svo að regnboginn sjáist í gegn.
 2. Hrærið saman hveiti, lyftidufti, matarsóda og salti og setjið til hliðar. Í annarri skál skal hræra saman mjólk, sítrónusafa og vanillunni. Setið til hliðar. Hrærið næst saman smjörinu, ¾ sykrinum og sítrónuberkinum (sem er rifinn mjög fínt niður) í hrærivél á miðlungshraða í fimm mínútur eða svo. Hægið á hrærivélinni og setið hveitiblönduna rólega saman við í litlum skömmtum í bland við mjólkurblönduna. Fyrst hveiti, svo mjólk og svo koll af kolli þar til deigið er fullblandað. Aukið hraðann á hrærivélinni í smá stund.
 3. Þeytið eggjahvíturnar í góða stund uns þær eru orðnar froðukenndar. Setjið afganginn af sykrinum rólega saman við og haldið áfram þangað til að blandan er orðin fallega stíf. Notið plastsleif og hrærið eggjablöndunni rólega saman við deigið.
 4. Skiptið deiginu upp í sex jafnstóra skammta og setið matarlitinn saman við. Farið varlega ef þið viljið ekki að deigið verði of dökkt á litinn.
 5. Byrjið á fjólubláa deiginu og setjið 1 og ½ teskeið í hvert form. Reynið að láta deigið dreifa sér vel á botninum. Næst setjið þið blátt, svo gult, því næst appelsínugult og loks rautt deig efst.
 6. Bakið í 20 mínútur eða svo og kælið í fimm mínútur eftir að kökurnar eru komnar úr ofninum.
 7. Undirbúið kremið með því að þeyta sykrinum saman við eggjahvíturnar, vatnið, vanilluna, salti og cream of tartar (sem er eitt af þessum furðuefnum sem leynast víða. Hér er linkur á nánari upplýsingar.) Þeytið með handþeytara (eða í hrærivél) þar til kremið er orðið afburða stíft og fínt. Setjið í sprautupoka og skreytið kökurnar eftir kúnstarinnar reglum.
 8. Njótið vel.
Falleg er hún og syndsamlega girnileg. Þessi elska myndi sko ...
Falleg er hún og syndsamlega girnileg. Þessi elska myndi sko án efa hressa við hvaða veislu sem er. Pintrest.com
Hér er sett skraut ofan á kremið til að flippa ...
Hér er sett skraut ofan á kremið til að flippa enn meira. Pintrest.com
mbl.is