Steiktur þorskur með myntu- og basilsósu

Mánudagsfiskurinn þarf ekki að vera annað en veislumáltíð. Hér er einföld og ljúf uppskrift eftir Leif Kolbeinsson sem oftast er kenndur við Kolabrautina. Það er tilvalið að bera fram ofnbakað rótargrænmeti og salat með fisknum.

Hollt, gott og tekur lítinn tíma. Það er tilvalið að ...
Hollt, gott og tekur lítinn tíma. Það er tilvalið að bera fram ofnbakað rótargrænmeti og salat með fisknum. fiskurimatinn.is
Uppskrift fyrir 4
Tími:30-35 mín.

Innihald:

 • 800 g þorskur
 • 2 stk. hvítlauksgeirar
 • Rósmarín
 • Ólífuolía
 • Salt og pipar

Græn sósa

 • 2 msk. steinselja, fínsöxuð
 • 1 msk. mynta, fínsöxuð
 • 1 msk. basil, fínsaxað
 • 1 hvítlauksgeiri, fínsaxaður
 • 1 msk. kapers, saxað
 • 1 msk. dijon-sinnep
 • 1 msk. rauðvínsedik
 • Jómfrúarolía 

  Aðferð:

  Þorskurinn er brúnaður í ólífuolíu á pönnu í 2 mín. á hvorri hlið. Hvítlauksgeirar og rósmarín er sett með í olíuna og fiskurinn er saltaður og pipraður. Fiskurinn er síðan settur í eldfast mót og bakaður við 180°C í 6 mín.

  Græn sósa: Setjið kryddjurtirnar og kapersið í skál og látið ólífuolíu fljóta yfir. Blandið þá sinnepinu og edikinu saman við og kryddið með salti og pipar. Bætið við ólífuolíu ef þurfa þykir. Berið fram með þorskinum.

mbl.is