Miklir peningar í notuðu matarstelli

Danska listhönnunarfyrirtækið Bing & Gröndahl hóf framleiðslu á mávastelli skömmu …
Danska listhönnunarfyrirtækið Bing & Gröndahl hóf framleiðslu á mávastelli skömmu fyrir aldamótin 1900 og sú saga hefur komist á kreik að mávurinn hafi verið settur inn í mynstrið sérstaklega fyrir íslenskan markað. Það hefur ekki fengist staðfest, enda margt sem bendir til að mávurinn hafi farið víðar en til Íslands. Hitt er víst, að mávastell hafa alla tíð notið mikillar virðingar og vinsælda hér á landi. mbl.is/Jim Smart

Hátt í 17.000 manns eru í Facebook-hópnum Notuð matar- og bollastell. Þar má meðal annars kaupa viðbót í þau stell sem fólk er að safna og það verður að segjast að grúppan er ansi öflug og úrvalið gott. Meðal þess sem er vinsælast er Mávastellið fræga en gangverð á bolla og undirskál af þeim flokki er 7.000 krónur, tebollar af sama flokki eru á 9.000 krónur en sósuskál á 20.000 þúsund. Heilmikil fræði eru á bak við stellið, það merkt eftir árgöngum og gæðum. Stellið hætti í framleiðslu fyrir nokkrum árum og því spurn eftir mávunum fögru mikil. Morgunblaðið tók saman skemmtilega grein um Mávastellið árið 2003 þar sem meðal annars kemur fram að  Jóhannes Páll 2 drakk úr Mávastelli í íslensku eldhúsi. 

Skjáskot Facebook

Jóna Svava Sigurðardóttir er stofnandi hópsins Notuð matar- og bollastell. „Ég var og er enn fastagestur á síðu sem heitir Antik og vintage hlutir til sölu, þar var farið að auglýsa svo mikið af bollum og stellum að það spratt upp umræða um hvort þeir hlutir ættu ekki rétt á að vera á sérsíðu. Þannig að ég skellti bara í einn hóp. Ég hef mikinn áhuga á alls konar stellum og safna t.d. bláum mokkabollum sjálf, fyndið samt, því ég drekk ekki kaffi eða te eða neitt,“ segir Jóna Svava.

Spurð um hvaða stell séu vinsælust sem stendur í hópnum fyrir utan Mávastellið svarar hún. „Til dæmis Hvíta stellið frá Hirti Nielsen, Gráa rósin og auðvitað Mánaðarbollarnir. Eins er núna orðið mjög vinsælt að kaupa þessi gömlu retro-stell sem eru oft á tíðum brúnleit eða með þannig litum. Var mjög vinsælt hérna um 1970-1980. Eitt þeirra gengur undir nafninu Brúna stellið. Mörg voru framleidd af Arabia og önnur voru kannski ljós með brúnum blómamyndum og framleidd af t.d. Kahla.“

Mánaðarstellið er enn mjög vinsælt og hafa bollar í stellið …
Mánaðarstellið er enn mjög vinsælt og hafa bollar í stellið verið fáanlegir í hópnum. mbl.is/Pintrest.com
Churchill-stellið var mjög vinsælt hérlendis á árum áður.
Churchill-stellið var mjög vinsælt hérlendis á árum áður. Skjáskot/Facebook
Nostalgían grípur því flesta sem skoða myndirnar í hópnum og rifjast jafnvel upp minningar um rjómapönnukökur og notalegheit í eldhúsinu hjá ömmu og afa.  Margir virðast einnig safna postulínsbollapörum og þá er ekki endilega stefnan sett á að eignast sett heldur mismunandi litskrúðuga bolla. Stakir bollar seljast því mjög vel og eru margir hverjir þeirra hreinasta listaverk. Verð á slíkum bollum er 1.500 - 3.000 krónur.
Stakir bollar eru vinsælir á síðunni enda margir hverjir sannkallað …
Stakir bollar eru vinsælir á síðunni enda margir hverjir sannkallað listaverk. Skjáskot/Facebook
Kaffikanna, sykurkar og rjómakanna. Súkkulaðikanna af svipuðu tagi færst á …
Kaffikanna, sykurkar og rjómakanna. Súkkulaðikanna af svipuðu tagi færst á 25.000 í grúppunni góðu. Mbl.is/Jim Smart
Ekki er lengur til siðs að bjóða fólki upp á …
Ekki er lengur til siðs að bjóða fólki upp á vindlinga í matarboðum. Sígarettuboxið má því nota fyrir tannstöngla og öskubakkann má nota undir eitt og annað smávægilegt. mbl.is/Jim Smart
Mokka-kaffibolli og undirskál.
Mokka-kaffibolli og undirskál. Mbl.is/Jim Smart
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert