Ofnbakaður gullkarfi með Ísbúa-kryddjurtasmjöri

Gullkarfi er nýlegur í verslunum landsins en hann þykir einstaklega góður fiskur. Þessi uppskrift er fljótleg og mjög góð en kryddsmjörið er alger nelga!

Uppskriftin er fengin að láni frá síðunni Fiskurímatinn.is

Gullkarfi er millifeitur fiskur ríkur af heilsustyrkjandi næringarefnum eins og …
Gullkarfi er millifeitur fiskur ríkur af heilsustyrkjandi næringarefnum eins og próteinum, ómega-3 og snefilefnum. mbl.is/fiskurimatinn.is

Uppskrift fyrir 4
Tími:25-30 mín.

Innihald:

800 g gullkarfi
500 g ósaltað smjör   
250 g panko raspur (japanskur brauðraspur)
2 msk. af kryddjurtum; tarrragon, kerfill, graslaukur og steinselja
2 msk. Ísbúi óðalsostur
1 msk. Tabasco-sósa
1 msk. Worcestershire-sósa
1 ½ msk. hvítlaukur, fínsaxaður
2 msk. sítrónusafi
3 msk. beikon, vel steikt
Salt og pipar 

Aðferð:

Blandið saman smjörinu, raspinum, kryddjurtunum, ostinum, sósunum, hvítlauknum, sítrónusafanum og steikta beikoninu. Setjið smjörblönduna á gullkarfann og í eldfast mót og bakið í ofni við 200°C í u.þ.b. 6 mín.

mbl.is