11.900 króna skrópgjald

„Bókunarkerfið okkar er bara fjóra mánuði fram í tímann og …
„Bókunarkerfið okkar er bara fjóra mánuði fram í tímann og er meira og minna allt uppbókað,“ segir Ragnar Eiríksson, yfirmatreiðslumaður á DILL. mbl.is

Veitingastaðurinn DILL, fyrsti íslenski staðurinn til að fá Michelin-stjörnu, er fullbókaður næstu fjóra mánuðina. „Bókunarkerfið okkar er bara fjóra mánuði fram í tímann og er meira og minna allt uppbókað,“ segir Ragnar Eiríksson, yfirmatreiðslumaður á DILL.

Spurður um afbókanir segir hann það gerast af og til. „Það gerist auðvitað, fólk er að ferðast og það getur lent í því að eitthvað kemur upp á og það afbókar.“

DILL tók nýverið upp nýtt bókunarkerfi að nafninu SUPERB og á bókunarsíðunni þarf að gefa upp kortanúmer við bókun. Þar kemur fram að 11.900 kr. gjald er tekið ef ekki er mætt. Ragnar segir þetta meira hugsað sem jákvæða hvatningu fyrir fólk til mæta eða muna að afbóka.

„Þetta er bara eins og að bóka hótelherbergi. Við erum ekkert að fara að vera eitthvað ótrúlega hörð á þessu. Auðvitað getur alltaf eitthvað komið upp á og fólk kemst ekki, að sjálfsögðu horfum við til þess. Bókunarkerfið sem við notum er með 30 aðra veitingastaði í allri Evrópu og af þeim hefur bara fimm sinnum þurft að sækja pening vegna þess að fólk mætir ekki.“

Ragnar segir þó að vinsældirnar séu ekkert nýjar af nálinni fyrir DILL. „Við vorum í raun alltaf fullbókuð, núna erum við bara bókuð lengra fram í tímann. Þetta er mjög svipað og þetta var, þetta var alltaf svona, Dill-ið hefur ekkert breyst,“ segir Ragnar að endingu.

Maturinn á Dill þykir ómótstæðilegur.
Maturinn á Dill þykir ómótstæðilegur. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Dill er til húsa að Hverfisgötu 12.
Dill er til húsa að Hverfisgötu 12. mbl.is/Ómar Óskarsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka