Ítalskur kjúklingur með villisvepparisotto og basilpestó

Girnilegur og góður kjúklingaréttur þar sem ferskt hráefni fær að …
Girnilegur og góður kjúklingaréttur þar sem ferskt hráefni fær að njóta sín. mbl.is/Karl Petersson
<span>Þessi uppskrift er ekki flókin þó hún sé í nokkrum skrefum. Afraksturinn er einstaklega góður og nærir sál og líkama eftir langan vinnudag. Ekki er verra að eiga eitt rauðvínsglas eða sódavatn með sítrónu með. <br/><br/><em>Upp­skrift­in birt­ist upp­haf­lega í kjúk­linga­bækling Holta og er eftir Lukku á Happ.</em></span>

Kjúklingurinn

2 kjúklingabringur
4-6 sneiðar hráskinka
200 g mozzarella ostur, skorinn í lengjur
6 tsk basilpestó (sá hér að neðan)
svartur pipar ef vill

1. Kljúfið hvora bringu langsum í þrjá flata hluta. Fletjið hvern hluta örlítið betur út með kjöthamri.

2. Berið 1 tsk af basilpestó á hvern hluta kjúklingabringunnar og bætið 1 mozzarella lengju ofan á.

3. Rúllið bringunni upp og vefjið hráskinkunni utan um.

4. Bakið bringurnar við 180°C í um það bil 15 mínútur eða þar til kjúklingurinn er vel eldaður í gegn.

5. Berið kjúklinginn fram á risotto með örlítið af villisveppunum til hliðar á disknum.

Risottó með villisveppum

60 g þurrkaðir villisveppir
1 tsk sjávarsalt
5 dl lífrænn grænmetiskraftur
150 g Arborio hrísgrjón
2 msk kókosolía
4 geirar hvítlaukur
1 meðalstór laukur

1. Mýkið þurrkuðu villisveppina í soðnu vatni og svolitlu sjávarsalti.

2. Bræðið kókosolíuna á pönnu. Saxið lauk og hvítlauk mjög smátt.

Steikið hrísgrjónin í kókosolíunni ásamt lauknum og hvítlauknum.

3. Bætið kjúklingakrafti smátt og smátt út á pönnuna og haldið áfram að elda

grjónin þar til þau eru elduð í gegn. Tekur um það bil 20 mínútur.

4. Hellið vatninu af villisveppunum og saxið þá smátt.

5. Bætið sveppunum í hrísgrjónablönduna.

Takið gjarnan hluta sveppanna til hliðar til að skreyta diskana.

Basilpestó

handfylli basilíka
handfylli spínat
1 dl pistasíuhnetur (nota má kasjúhnetur eða aðrar hnetur í staðinn)
1 dl kasjúhnetur
2 dl ólífuolía
2 tsk sjávarsalt

1. Blandið öllum hráefnunum saman í matvinnsluvél.

Höfundur uppskriftar: Lukka á Happ 

mbl.is