Mánudagsfiskurinn er auðveldur þorskréttur með linsubaunum að hætti Leifs Kolbeinssonar meistarakokks. Uppskriftin er fengin frá fiskurimatinn.is Uppskriftin dugar fyrir fyrir 4 og tekur um 35-45 mín.
Innihald:
800 g þorskur
2 stk. hvítlauksgeirar
Rósmarín
Ólífuolía
Salt og pipar
Linsubaunapottréttur
70 ml ólífuolía
125 g skalotlaukur, fínsaxaður
2 hvítlauksgeirar
2 lárviðarlauf
350 g linsubaunir
1 dós ókryddaðir tómatar
750 ml kjúklingasoð (hægt að nota vatn og kjúklingakraft)
Salt og pipar
Skvetta af balsamediki
Aðferð:
Þorskurinn er brúnaður í ólífuolíu á pönnu í 2 mín. á hvorri hlið. Hvítlauksgeirar og rósmarín er sett með í olíuna og fiskurinn er saltaður og pipraður. Fiskurinn er síðan settur í eldfast mót og bakaður við 180°C í 6 mín.
Linsubaunapottréttur: Setjið ólífuolíu í víðan pott og steikið skalotlauk og hvítlauk, bætið svo lárviðarlaufum, linsubaunum, tómötum og kjúklingasoði út í. Setjið lok á pottinn og sjóðið við vægan hita í 30–40 mín. Passið að ofsjóða linsurnar ekki. Kryddið með salti, pipar, balsamediki og ólífuolíu þegar þær eru til og berið fram með þorskinum.