Ætt páskaskraut að hætti Lilju

Litríkt og gómsætt páskaskraut.
Litríkt og gómsætt páskaskraut. mbl.is/blaka.is

Lilja Katrín Gunnarsdóttir leikkona, bakari á blaka.is og textasmiður elskar páskana. Lilja deilir hér skemmtilegri uppskrift sem myndi sóma sér einstaklega vel á páskaborðinu. Til dæmis sem diskaskraut eða til að skreyta eftirréttinn með. 

„Mjög einfalt og vel hægt að nota sem skraut á páskaborðið. Þessi uppskrift er svo svakalega einföld að það er hægt að leyfa börnunum að gera þetta og sleppa ímyndunaraflinu lausu. Njótið!“

Lilja Katrín elskar páskana en viðurkennir þó að það sé …
Lilja Katrín elskar páskana en viðurkennir þó að það sé aðalega vegna súkkulaðieggjana. Eggert Jóhannesson

Hráefni

  • bolli dökkt súkkulaði (grófsaxað)
  • msk smjör
  • bollar saltstangir (brotnar í bita)
  • nammiegg (ég notaði hnetusmjörs M&M-egg sem ég fann í Kosti)

    Leiðbeiningar
    1. Bræðið súkkulaði og smjör saman í örbylgjuofni þar til allt er bráðnað saman. Munið að hita bara í 30 sekúndur í senn og hræra alltaf í blöndunni á milli.

    2. Veltið saltstöngunum upp úr súkkulaðinu þar til nánast allar saltstangirnar eru huldar með súkkulaði.

    3. Finnið ykkar innri listamann og búið til hreiður úr saltstöngunum. Varúð: Það verður sko nóg af súkkulaði á puttunum eftir á til að sleikja.
    4. Raðið eggjum í hreiðrin og leyfið þessu að storkna.

mbl.is/blaka.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert