Guðdómlegar páskabollakökur Jennifer

Ljósmynd/Jennifer Berg

Páskarnir eru sérlega lystaukandi hátíð enda drýpur súkkulaði nánast af hverju götuhorni. Jennifer Berg birti einstaklega fallega uppskrift á blogginu sínu af páskabollakökum sem eru sérlega vel heppnaðar. Það er ekki síst út af skreytingunum en kökurnar eru sérlega fallegar og minna helst á lítil páskahreiður.

Fyr­ir þá sem vilja lesa meira af snilld­ar­upp­skrift­um Jenni­fer er hægt að fylgj­ast með henni inni á Trend­net og á Jen´s Delicious Life.

Ljósmynd/Jennifer Berg
Ljósmynd/Jennifer Berg

Guðdómlegar páskabollakökur Jennifer Berg
12-16 bollakökur

Bollakökur: 

  • 200 g bráðið smjör, kælt
  • 3 dl sykur
  • 3 egg
  • ½ dl mjólk
  • börkur og safi úr einni sítrónu (um 1/2 dl af safa)
  • 4 ½ dl hveiti
  • 1 tsk. vanillusykur
  • 1 ½ tsk. lyftiduft

Krem: 

  • 100 g hvítt súkkulaði
  • 150 g smjör, við stofuhita
  • 150 g rjómaostur
  • 250 g flórsykur

Skraut:

  • Kalt dökkt súkkulaði (geymið í ísskáp áur en þið skerið það)
  • Lítil súkkulaðiegg

Aðferð:

  1. Hitið ofninn upp í 220 gráður og setjið 12 pappaform í þar til gert bollakökuform.
  2. Hrærið saman sykur og egg uns blandan er loftkennd og létt. Blandið hveitinu rólega saman við og síðan lyftidufti og vanillusykri. Bætið við brædda smjörinu, mjólkinni, sítrónusafanum og berkinum. Hrærið vel saman.
  3. Setjið deigið í formin og bakið í miðjum ofninum í 15-18 mínútur.
  4. Krem: Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði eða í örbylgjuofni og látið kólna örlítið. Hrærið smjörið vel og bætið síðan súkkulaðinu saman við það. Hrærið vel.
  5. Bætið við flórsykri og rjómaosti og hrærið vel þar til kremið er orðið áferðarfallegt og fínt.
  6. Setjið kremið í sprautupoka með kringlóttum stút og setjið ofan á kökurnar.
  7. Notið hníf til að spæna niður súkkulaðið. Hafið það vel kalt. Stráið súkkulaðinu yfir kremið og bætið því næst við nokkrum súkkulaðieggjum.
  8. Geymið í kæli ef þið ætlið ekki að borða kökurnar næsta sólarhring. Takið kökurnar út 30-60 mínútum áður en það á að bera þær fram.
Ljósmynd/Jennifer Berg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert