Ricky Gervais er að fitna og drekkur dósabjór í Hörpu

Salurinn engdist um af hlátri yfir grófu gríni Gervais sem ...
Salurinn engdist um af hlátri yfir grófu gríni Gervais sem gerði stólpagrín að sjálfum sér. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hinn heimsfrægi uppistandari og gamanleikari Ricky Gervais kom fram í Hörpu í kvöld fyrir fullu húsi. Meðal gesta var herra Guðni Th. forseti og frú Eliza Reid eiginkona hans ásamt mörgum þekktustu grínistum Íslands. Má þá helst nefna Ara Eldjárn, Mið-Íslanddrengina, Eddu Björgvinsdóttur og Gunnar Hansson.

Salurinn engdist um af hlátri yfir grófu gríni Gervais sem gerði stólpagrín að sjálfum sér. Hann talaði meðal annars um áhyggjur sínar af eigin holdafari en hann hljóp í spik eftir fertugsaldur að eigin sögn og tók þá alvarlega á sínum málum. „Ég lá afvelta í sófanum heima með kjötsvita og engdist eftir að hafa borðað 10 pylsur. Ég skildi ekkert í því af hverju mér leið svona illa,“ segir Gervais sem fór að stunda líkamsrækt af krafti í kjölfarið og hætti að borða kjöt. „En nú er ég farin að fitna vel aftur,“ sagði grínistinn og tók vænan svelg úr Gull bjórdós sem hann teygaði meðan á sýningunni stóð. „Ég borða ekki kjöt. Ég spurði hvort það væri ekki góður matur þrátt fyrir það á Íslandi og þá var mér boðinn kjúklingur. Viti þið ekki að kjúklingur er kjöt?“ sagði Gervais og hló en hann tók fram að maturinn hér á landi væri áberandi góður. Gervais er með aðra sýningu í Hörpu á morgun sem löngu er uppselt á.

Ricky Gervais grínaðist með það að hann væri óhugnanlega ríkur ...
Ricky Gervais grínaðist með það að hann væri óhugnanlega ríkur en samt drykki hann enn dósabjór. mbl.is/Cover Media
mbl.is