Magnaður morgunmatur og tryllt djúspartí

Boðið var upp á stórkostlega gott gulrótarbuff á páskadag með …
Boðið var upp á stórkostlega gott gulrótarbuff á páskadag með sósu og sjarmerandi meðlæti. mbl.is/TM

Heilsustofnun Náttúrulækningafélags Íslands í Hveragerði hefur lengi verið margrómuð fyrir stórkostlegan mat. Undirrituð getur heilshugar tekið undir það enda keyri ég ósjaldan austur til þess að fá mér hádegismat og kaupa fiskbollur, sultu, hummus, brauð og annað góðgæti sem selt er þar á bæ. Á páskadag gerði stórfjölskyldan sér ferð austur og borðaði góðan mat og fór í sund. Þegar tækifæri gefst mæli ég einnig með því að fara í leirbað. Það er toppurinn og slökunin sem næst er dásamleg. 

Litríkt og matarmikið salat af salatbarnum.
Litríkt og matarmikið salat af salatbarnum. mbl.is/tm
Vatn er helsti drykkur staðarins auk heilsutes sem lagað er …
Vatn er helsti drykkur staðarins auk heilsutes sem lagað er á staðnum. mbl.is/tm

Í maí gefst Íslendingum svo kostur á að sækja sérlegt súpernámskeið í hollustufræðum en þá koma til landsins tveir kennarar frá The Academy of Healing Nutrition í NYC. Námskeiðið er tveir dagar þar sem kennt verður með sýnikennslu hvernig nýta megi mat til að auka vellíðan og minnka lyfjaneyslu. Farið verður í gegnum ofurfæði (superfoods) og áhersla lögð á holla drykki. Námskeiðsgestir geta svo gist á staðnum, farið í sund og borðað gúmmelaðið hans Halldórs matreiðslumeistara þess á milli. Sjá nánar hér.

Heilsustofnunin hefur alltaf verið framarlega í heilsufræðum en Jónas Kristjánsson, læknir og stofnandi félagsins, var einn sá fyrsti hérlendis til að vara við mikilli sykurneyslu og hlaut bágt fyrir enda langt á undan sinni samtíð. 

Morgungrautur staðarins er óvenjulegur en ákaflega góður og það virðist ekki skipta máli hvort 5 ára eða 75 ára gæða sér á honum. Hann rennur alltaf ljúflega niður. Við heyrðum í matreiðslumanni staðarins, Halldóri Steinssyni, sem splæsti á okkur þessari fersku hafragrauts-uppskrift sem inniheldur sítrónu sem gefur grautnum ferskan blæ og hreinsandi áhrif.

Morgungrauturinn er mjög ferskur og góður.
Morgungrauturinn er mjög ferskur og góður.

Kínóa-hafragrautur með chia-goji-sósu

1 bolli hafragrjón
4 msk. kínóa
3  1/2 bolli vatn
smá sjávarsalt
2 msk. sítrónusafi
nokkrar ræmur af sítrónuberki

Hafrar og kínóa lagt í pott með vatni, sítrónusafa og berki og látið standa yfir nótt. Hitað rólega að suðu í ca. 25 mínútur og borið fram með smá klípu af smjöri eða kókosolíu og chia-goji-sósu.


Chia-goji-sósa

2 msk. chia-fræ
1 bolli ferskur eplasafi
handfylli af goji-berjum
1-2 msk. kókosflögur
smá kanill

Öllu blandað saman og látið standa yfir nótt.

Ég keypti fiskibollur sem ég eldaði daginn eftir með jógúrtsósu …
Ég keypti fiskibollur sem ég eldaði daginn eftir með jógúrtsósu og blómkálsmús.Topp kvöldverður! mbl.is/tm
Hummusinn þar á bæ er ákaflega góður og hægt er …
Hummusinn þar á bæ er ákaflega góður og hægt er að kaupa hann í litlum öskjum. mbl.is/tm
mbl.is