Kelly Clarkson setur netið á hliðina út af Nutella

Kelly Clarkson.
Kelly Clarkson. KEVORK DJANSEZIAN

Sitt sýnist hverjum um Nutella en það eru fjölmargir sem líta á það sem hinn heilaga kaleik smuráleggs og jafnnauðsynlegt og súrefni.

Söngkonan Kelly Clarkson er ein þeirra og sá ástæðu til að fagna þeim áfanga á dögunum að sonur hennar, River, fékk að bragða í fyrsta skipti á Nutella. Af því tilefni birti hún mynd af syni sínum á Instagram en sjálfsagt átti hún ekki von á viðbrögðunum sem hún fékk.

Má með réttu segja að veraldarvefurinn hafi farið á hliðina og skipti fólk sér í hópa: þeir sem sáu ekkert athugavert við myndina og hinir sem í einhvers konar tryllingi ásökuðu Clarkson um að valda syni sínum óbætanlegu tjóni þar sem Nutella sé sérlega sykurmikið og alls ekki lífrænt.

Sitt sýnist hverjum en sjálfsagt er þetta fyrirtaksdæmi um það þegar virkir í athugasemdum fara vel og vandlega yfir strikið.mbl.is