Hönnun sem fær hjartað til að slá hraðar

Ljósmynd/Sketch

Endrum og eins verður einhvers konar samruni tímalausrar hönnunar og matar sem dáleiðir skilningarvitin og skilur eftir einskæra undrun og áður óþekkta upplifun. 

Hönnun Indiu Mahdavi fellur klárlega í þann flokk og þegar hún galdrar með heimsþekktum kokkum getur útkoman ekki orðið önnur en stórkostleg.

Veitingastaðurinn Sketch í London er margverðlaunaður og skyldi engan undra enda miklir meistarar sem standa að baki honum. Veitingastaðurinn skiptist upp í nokkur rými en uppáhaldið okkar – og það rými sem Mahdavi hannaði – er með því flottara sem sést hefur.

Það eru fáir sem þora í bleikan lit með þessum hætti en útkoman er rosaleg og passar matnum vel enda er meðal annars boðið upp á alvöru breskt High Tea í Galleríinu – en það kallast rýmið. Góðkunningjar matarvefjarins fóru í High Tea þar um daginn og sögðu upplifunina hafa verið mjög skemmtilega en kosti þó skilding en bakkinn kostar 7.900 fyrir mann en 10.900 með kampavíni. Mikilvægt er að panta fyrir fram því mikil ásókn er í unaðslega eftirréttina.

Við leyfum myndunum að tala sínu máli en hægt er að nálgast heimasíðu Sketch hér.

Þetta er með því fallegra sem við höfum séð.
Þetta er með því fallegra sem við höfum séð. Ljósmynd/Sketch
Bleikur er hann og fagur.
Bleikur er hann og fagur. Ljósmynd/Sketch
High Tea að hætti Sketch.
High Tea að hætti Sketch. Ljósmynd/Sketch
Ljósmynd/Sketch
Ljósmynd/Sketch
Sætin eru þykkbólstruð og bera það með sér að vera …
Sætin eru þykkbólstruð og bera það með sér að vera sérlega þægileg. Ljósmynd/Sketch
Ljósmynd/Sketch
Ljósmynd/Sketch
India Mahdavi.
India Mahdavi. Ljósmynd/Sketch
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert