Uppáhalds ítalski kjúklingarétturinn

Þessi réttur er í miklu uppáhaldi á mínu heimili.
Þessi réttur er í miklu uppáhaldi á mínu heimili. mbl.is/Tobba Marinós

Ég geri þennan rétt einu sinni í viku enda er hann í brjálæðislega miklu uppáhaldi og er sáraeinfaldur og fremur hollur. Vinkonurnar ákalla nafn mitt og sambýlismaðurinn verður klökkur af matarást í minn garð þegar rétturinn góði er borinn á borð. Um helgar er skvettu af góðu rauðvíni skvett út í sósuna og afgangurinn úr flöskunni drukkinn með. 

fyrir 4 

1/2 hvítlaukur
3 vænar gulrætur
1 laukur
3 vænar kjúklingabringur (100% kjúklingur eða úrbeinuð læri)
1 lítil dós tómatpúrra
1 dós hakkaðir tómatar
125 g hreinn rjómaostur 
1 kúla ferskur mozzarella
ferskur basil 
2 ferskir tómatar (má sleppa)
1 msk. ítölsk kryddblanda 
1 tsk. gott kjúklingakrydd, t.d. cajun 
salt
spipar 
olía 
steypujárnspottur (fæst t.d. í Hrími, Kokku eða í Ikea)

Saxið laukinn, hvítlaukinn og gulræturnar og mýkið í olíu.
Skerið bringurnar langsum í 2-3 bita og kryddið með salti, pipar, kjúklingakryddi og ítölsku kryddi.
Bætið þeim út í og steikið í gegn en varist að ofsteikja.
Hellið tómatpúrrunni og tómötunum út í pottinn. Látið malla við vægan hita í 10 mínútur.
Bætið rjómaostinum við og lúku af saxaðri basilíku.
Hrærið vel. 
Skerið tómatana og mozzarella í sneiðar og raðið yfir réttinn og bakið í ofni á grilli í 15 mínútur á 180 gráðum.
Skreytið með ferskri basilíku og njótið af innlifun!
Það er ákaflega gott að bera fram ferskt tagliatelle, klettasalat með sítrónuolíu og picolla-tómötum með.  

Kjúklingurinn í góðum gír með grænmetinu og kryddi.
Kjúklingurinn í góðum gír með grænmetinu og kryddi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert