Mozzarella, sýrðir tómatar og basil

Einfalt en stórkostlega gott!
Einfalt en stórkostlega gott! mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Þessi uppskrift er frá veitingahúsinu MATBAR og er ákaflega góð. Við mælum með að kaupa ekta mozzarellakúlur í Búrinu út á Granda en hann er lagaður af ítölum búsettum hérlendis. Guðdómlega gott!

Mozzarella, sýrðir tómatar og basil
Fyrir 4

2-4 stk góðar mozzarella kúlur (fer eftir stærð)
200 g kirsuberjatómatar
100 g eplaedik
150 g vatn
100 g sykur
50 g basil (ferskt)
50 g góð ólífuolía

Leysið sykurinn upp í edikinu og vatninu.Skerið tómatana í tvennt og setjið í ediklögin og látið liggja í a.m.k. 2 klst. en helst í kæli yfir nótt. Saxið basillaufin fínt og blandið saman við olíuna.Sigtið vökvann frá tómötunum og blandið þeim við olíuna. Setjið á disk. Saltið mozzarella kúluna og setjið ofan á tómatana.