Bleikur Negroni

Bleikt gin hljómar eins og gott kvöld.
Bleikt gin hljómar eins og gott kvöld. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Þessi hressandi kokteiluppskrift kemru Frá MatBar. Drykkurinn er bragðmikill og nokkuð bitur og hentar því ekki öllum en fólk virðist annað hvort dýrka hann og dá eða hata af öllu hjarta. Við hvetjum ykkru til að prófa! Hér að neðan smellum við svo góðu partýlagi með - tilvalið að hlusta á belgíska Eurovisionlagið á meðan kokteilinn er hristur.

Fyrir einn
40 cl Bleikt Gin (Hægt að nota aðrar gintegundir)
15 cl Cocci Rosa (Sætur vermouth)
15 cl Aperol
15 cl Rabarbaralíkjör

Setjið klaka í kokteilglas (t.d. Martiniglas) og kælið. Setjið klaka í hræriglas, vökvar mældir út í og hrærðir varlega saman. Klaki fjarlægður úr kokteilglasi. Hellið blöndunni í kokteilglasið en klaki sigtaður frá. Skreytið með rabarbara eða appelsínuberki.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert