Bellini-margaríta fyrir meistara!

ljósmynd/Hose Of Yumm

Það er svo gaman þegar boðið er upp á eitthvað allt annað en þetta venjulega hvíta, rauða og bjór. Ekki misskilja okkur, við elskum það svo sannarlega en við mælum þó engu að síður með því að þið prófið að flippa aðeins í drykkjagerð og hvað er þá meira spennandi en bellini-margaríta?

Við erum að tala um tekíla sem er blandað saman við kampavín! Hversu spennandi er það... fyrir þá sem á annað borð drekka því um líkar mixtúrur?

Huggulegur er hann og við ætlum sannarlega að skála í þessum í sumar.

ljósmynd/Hose Of Yumm

Bellini-margaríta fyrir meistara!

  1. 15 ml tekíla
  2. 90 ml ferskjusafi
  3. 30 ml kampavín
  4. Sykur til skreytinga

Aðferð

  1. Bleytið brún kampavínsglass með vatni eða lime-safa og dýfið í sykur til að hjúpa brúnina vel.
  2. Setjið tekíla og ferskjusafann í glasið og hrærið í. Toppið með kampavíni.
  3. Njótið!
ljósmynd/Hose Of Yumm
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert