Chia-grautur sem tryllir bragðlaukana

Ljósmynd/Minimalist Baker
Chia-grautur hefur hingað til ekki verið flokkaður sem gourmet-matur en á því er að verða breyting. Þessi uppskrift er í senn meinholl og næringarrík auk þess sem hún býður upp á skemmtilegt tilbrigði við fræga ameríska uppskrift sem er kannski best að fjalla ekkert of mikið um hér enda gæti gætt vissra fordóma.
Um er að ræða chia-graut sem er frekar frábær auk hálfgerðs mauks (e. compote) sem búið er til úr bláberjum, appelsínusafa og chia-fræjum.
Virkilega skemmtileg útfærsla sem við erum sérlega hrifin af.
Chia-grautur sem tryllir bragðlaukana
Bláberjablanda
  • 140 g bláber, fersk eða frosin
  • 1 msk. appelsínusafi
  • 1 msk. chia-fræ
Chia-grautur
  • 240 ml ósætt möndlumjólk
  • 120 ml létt-kókosmjólk
  • Valfrjálst: 1 tsk. vanilludropar
  • 1-2 msk. hlynsíróp
  • 3 msk. hnetusmjör, veljið holla tegund
  • 60 g chia-fræ
  • Valfrjálst: Bláber til að skreyta með

Aðferð

  1. Hitið bláber og appelsínusafann á lítilli pönnu eða í potti þar til blandan er farin að sjóða. Lækkið hitann og látið malla í tvær mínútur eða svo. Takið þá af hellunni og bætið chia-fræjunum saman við.
  2. Deilið sósunni jafnt í þrjár skálar eða því sem þið ætlið að bera grautinn fram í. Setjið í kæli.
  3. Setjið möndlu- og kókosmjólk í blandara ásamt vanilludropunum (valfrjálst), sírópi og hnetusmjöri. Blandið vel saman. Smakkið til.
  4. Bætið chia-fræjunum saman við en ekki mauka vel því þið viljið ekki tæta fræin í sundur. Setjið í kæli í tíu mínútur eða svo. Takið því næst úr kæli og hrærið aðeins í. Hellið síðan í skálarnar sem búið var að setja bláberjablönduna í.
  5. Setjið plastfilmu yfir og stingið í kæli í 1-2 tíma (helst yfir nótt).
  6. Áður en þið berið grautinn fram er gráupplagt að skreyta hann með smá hnetusmjöri og bláberjum.
  7. Geymist í kæli í 3-4 daga.
Svona er bláberjamaukið búið til.
Svona er bláberjamaukið búið til. Ljósmynd/Minimalist Baker
Grauturinn undirbúinn.
Grauturinn undirbúinn. Ljósmynd/Minimalist Baker
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert