Grillborgari með halloumi

Halloumi osturinn er blanda úr geita-, sauða- og stundum kúamjólk …
Halloumi osturinn er blanda úr geita-, sauða- og stundum kúamjólk og hefur hátt bræðslumark og lekur því síður út um allt. mbl.is/

Halloumi-osturinn er upprunninn á Kýpur og afar vinsæll í Grikklandi, Tyrklandi og löndunum við botn Miðjarðarhafs. Síðustu árin hefur hann einnig verið fáanlegur hérlendis og fólk farið að bæta honum við ýmsa rétti. Hann er blanda úr geita-, sauða- og stundum kúamjólk og hefur hátt bræðslumark og lekur því síður út um allt.

Halloumi er góður á alla hamborgara þótt uppskriftin sem hér er gefin sé að grænmetisborgara. Skiptið út ykkar hefðbundnu ostsneið fyrir þykka sneið af halloumi og hann verður ekki minna safaríkur. Ef þið ætlið að steikja borgarann er ekkert mál að steikja ostinn líka, bara nokkrar mínútur á hvorri hlið við miðlungshita þar til hann er fallega gylltur, ekki þarf að steikja hann upp úr olíu nema þið viljið. Það má líka hella örlitlum dropa af olíu á hann eftir að hann er steiktur.

Fyrir einn:

Gróft hamborgarabrauð að eigin vali
5 sneiðar af eggaldin, fremur þunnt skornar
4 sneiðar af kúrbít, þunnt skornar langsum
blaðsalat
3 sneiðar af 1 cm þykkum halloumi
salt og pipar eftir smekk
ólífuolía
sósa að eigin vali en það má líka alveg sleppa henni

Skerið niður grænmetið og halloumi-ostinn og grillið eða steikið á pönnu. Piprið og saltið grænmetið örlítið og penslið upp úr olíu ef þið ætlið að grilla, aðeins að setja örlítið af henni á pönnuna. Grænmetið verður stökkara grillað svo ef það viðrar vel er um að gera að nýta það. Gott er að grilla hamborgarabrauðin örlítið líka. Raðið á borgarann salatinu og grænmetinu og látið halloumi-ostinn vera í miðjunni eins og kjötið. Gott er að bera fram með frönskum kartöflum, ekki skemmir ef þær eru heimagerðar úr sætum kartöflum.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »