Magnað mangósalat Júlíu

Júlía Magnúsdóttir tekur sumarið með trompi.
Júlía Magnúsdóttir tekur sumarið með trompi. mbl.is/lifdutilfulls.is

Heilsumarkþjálfinn Júlía Magnúsdóttir er á ferð og flugi um heiminn í sumar en gefur ekkert eftir í mataræðinu og deilir hér sumarlegu salati. „Njótið elsku vinir, eigið litríkt og ferskt sumar. Fylgist með mér á ferðalagi mínu um Evrópu og Asíu á Instagram, Snapchat: lifdutilfulls og Facebook.“

Girnilegra verður það varla.
Girnilegra verður það varla. mbl.is/lifdutilfulls.is

Mangósalat með dill-vínegrett

Salatið

2 handfyllir ljósgræn salatblöð
1 þroskað mangó
2 kirsuberjatómatar
1 smágúrka, skorin
1 lítill vorlaukur
4-6 íslensk jarðarber


Dill-
vínegrett

handfylli ferskt dill
1 límóna kreist
2 tsk. ólífuolía
1 tsk. sætt sinnep
salt eftir smekk

1. Skerið dill smátt og vinnið í blandara ásamt rest af hráefnum. Bætið við salti og pipar fyrir sterkara bragð.

2. Skerið mangó, kirsuberjatómata, vorlauk, gúrku og jarðarber. Veltið salatlaufum upp úr helmingi dressingar og leggið í skál. Bætið restinni af hráefnunum við og berið fram. Gaman er að fegra með spírum og radísum.

Mér þykir mangósalatið gott með hvaða grillmat sem er en öll salötin hér hafa verið í sérstöku uppáhaldi hjá mér. Sniðugt er að breyta til með dressingarnar, eftir því hvað til er í ísskápnum t.d.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert