Grænn Mexíkó-smoothie sem bjargar geðheilsunni

ljósmynd/feastingathome.com

Þegar sólin lætur bíða eftir sér er ekki úr vegi að grípa til sinna eigin ráða og fá sér bara sól í glasi eins og við kjósum að kalla þennan dásemdardrykk. 

Grænn er hann og fagur og við fullyrðum að lífið verður örlítið betra.

Best er auðvitað að neyta hans að morgni til að fá smá innspýtingu inn í daginn – en auðvitað má drekka hann allan sólarhringinn ef því er að skipta. 

Grænn Mexíkó-smoothie

  • 1 appelsína, afhýdd
  • ½ búnt kóríander, ferskt
  • 1 bolli ananas, í bitum
  • ½ agúrka
  • ½ avókadó
  • 1 banani
  • 1 bolli grænkál
  • 1-3 sneiðar af jalapeno (eða eftir smekk og getu)
  • chia-fræ (valfrjálst)
Aðferð:
  1. Setjið allt hráefnið í blandara og blandið uns blandan er orðin silkimjúk og fín. Ef ykkur finnst blandan of þykk skulið þið þynna hana með vatni. Setjið nokkra klaka saman við til að kæla drykkinn eða notið frosna banana eða ananas.
  2. Setjið í glös og sáldrið chia-fræjum yfir. 
ljósmynd/feastingathome.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert