Vatnslosandi sumarsalat sem slær í gegn

Vatnsmelónur eru sérlega vatnslosandi og góðar gegn bjúg.
Vatnsmelónur eru sérlega vatnslosandi og góðar gegn bjúg. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Sumarlegt salat sem á vel við á góðviðrisdögum. Það getur bæði verið sér réttur, þegar enginn nennir að stússast í eldhúsinu á hlýjum sumardögum, eða meðlæti með (grill)matnum. Salat er sáraeinfalt og tekur stutta stund að útbúa það. Til tilbreytingar má saxa rauðlauk og bæta við þetta litfagra salat,“ segir Albert Eiríksson, einn af föstum matgæðingum okkar á Matarvefnum og töfrar hér fram sumarlegt salat með vatnsmelónu sem einnig er svo vatnslosandi og fersk.

Ferskt og svalandi vatnsmelónusalat

4 b fersk vatnsmelóna, skorin í bita
1 b fetaostur
handfylli af myntu
1 msk. hunang
2 msk. ólífuolía
safi úr 1/2 lime
salt og pipar

Byrjið á að taka utan af melónunni og fræhreinsa. Skerið í bita og setjið í salatskál. Hellið olíunni af fetaostinum og dreifið honum yfir melónuna. Saxið myntu og stráið yfir salatið. Blandið saman í glerkrukku hunangi, olíu, lime-safa, salti og pipar. Setjið lokið á og hristið vel saman. Hellið yfir salatið.

Sumarlegt salat sem á vel við á góðviðrisdögum.
Sumarlegt salat sem á vel við á góðviðrisdögum. mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert