Fullkomið mánudags-taco

Ljósmynd: Ljúfmeti og lekkerheit

Eftir sæmlega vel heppnaða helgi veðurfarslega séð er ekki úr vegi að búa til gómsætt taco í kvöldmatinn. Það er frekar sniðugt verður að segjast eins og er og kemur beint úr smiðju Berglindar á Ljúfmeti og lekkerheitum. 

Uppskriftin býður upp á skemmtilegar útfærslur en auðveldlega má skipta út hráefnum eða bæta við einhverju sem er í sérlegu uppáhaldi. 

Tortillakaka

(uppskrift fyrir 4-6)

  • 1 pakkning með 8 tortillum (medium-stærð)
  • 500 g nautahakk
  • 1 poki taco-krydd
  • 100 g rjómaostur (mér finnst gott að nota philadelphia-rjómaostinn)
  • 1 dl rjómi
  • 150 g maísbaunir
  • 1/2 krukka chunky salsa
  • salt og pipar
  • um 300 g rifinn ostur

Aðferð:

  1. Steikið nautahakkið og kryddið með taco-kryddinu. Hrærið rjómaosti, rjóma, salsa og maísbaunum saman við og smakkið til með salti og pipar.
  2. Smyrjið smelluform (hægt að sleppa því og raða tortillakökunum beint á ofnplötu) og setjið tvær tortillakökur í botninn á forminu. Setjið 1/3 af fyllingunni yfir og smá rifinn ost. Setjið tvær tortillur yfir og endurtakið (þannig að það verði 3 lög af fyllingu). Endið með tortillaköku efst og stráið restinni af ostinum yfir. Setjið í 200° heitan ofn í 20-25 mínútur.
Ljósmynd: Ljúfmeti og lekkerheit
Ljósmynd: Ljúfmeti og lekkerheit
Ljósmynd: Ljúfmeti og lekkerheit
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert