Elle Decor mælir með þessum íslensku veitingahúsum

Matur og drykkur er staðsettur út á granda.
Matur og drykkur er staðsettur út á granda. Ljósmynd: Matur og Drykkur

Það heyrir alltaf til tíðinda þegar málsmetandi tímarit taka saman lista yfir áhugaverða hluti og í þetta sinn er það ítalska Elle Decor tímaritið sem fer yfir það sem nauðsynlegt er að borða og sjá hér á landi. 

Listinn er klassískur og góður og það er hönnuðurinn Unnur Valdís Kristjánsdóttir sem tók saman listann fyrir Elle Decor en hún er meðal annars útskrifuð úr hinum virta Parsons hönnunarskóla og þykir með afbrygðum smekkvís. 

En listinn sem Unnur tók saman fyrir Ítalina er svohljóðandi: 

1. Grái Kötturinn

2. Coocoo´s Nest

3. Snaps

4. Matur og Drykkur

Unnur fer fögrum orðum um mat og hönnun þessara staða og ekki er annað að sjá en að þetta sé afskaplega vel valið. 

Meðmæli Elle Decor í heild sinni má nálgast hér. 

Unnur Valdís.
Unnur Valdís. Sigurjon Arnarson www.sissi.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert