Epla- og pekanpæja á grillið

Stökkur toppurinn er algjört dúndur.
Stökkur toppurinn er algjört dúndur. mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir

Hver vissi að lífið gæti verið svona einfalt? Einstaklega fljótleg og góð eplakrumbla í hollari kantinum sem vel má skella á grillið. Gott er að bjóða upp á ís eða rjóma með og það má jafnvel bæta við súkkulaðirúsínu. Yfir krumbluna er gott að setja nokkrar línur af döðlusírópi. 

Fylling:
3 væn sæt epli t.d. Jona Gold 
2 msk. hunang 
2 msk. kanil 

Toppur:
1 bolli haframjöl
1 bolli heilhveiti
1,5 bolli kókosolía eða smjör 
1/3 tsk. sjávarsalt 
100 g pekanhnetur 
3 msk. hunang 

Setjið í eldfast álmót og grillið þar til toppurinn er orðinn stökkur og eldaður í gegn eða bakið í ofni á 180 gráðum í 25 mín. 

Nokkrar rendur af döðlusírópi yfir og þú ert komin með …
Nokkrar rendur af döðlusírópi yfir og þú ert komin með partý! mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir
Sumarlegur eftirréttur sem má grilla í grillbakka ef vill.
Sumarlegur eftirréttur sem má grilla í grillbakka ef vill. mbl.is/Íris Ann Sigurðardóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert