Mangó og avocadó smoothie

Ljósmynd: Linda Ben.

Það er gaman að fylgjast með matarblogginu hjá Lindu Ben enda er hún með eindæmum dugleg við að galdra fram gómsætan mat og ekki spillir fyrir hvað allt er fallegt semhún gerir. 

Hér er uppskrift af dýrðlegum smoothie sem hún segir að sé í miklu uppáhaldi hjá henni. Misjafnt sé hvort hún borði hann beint með skeiða eða geri svokallaða smoothie-skál. Hann sé þó alltaf jafn góður en það sé fyrir öllu. 

Hægt er að nálgast bloggið hennar Lindu hér en hún er jafnframt á Instagram. 

Mangó og avocadó smoothie
  • 2 dl frosið mangó
  • 1 avocadó
  • ½ sítróna
  • 1 msk chia fræ
  • 1 skammtur vanillu prótein
  • ½ tsk matcha te
  • vatn

Blandið öllum innihaldsefnum saman í blandara og maukið þar til verður að þykkum drykk. Hægt er að borða smoothie-inn beint með skeið eða gera smoothie-skál. Ef þið veljið að gera skál, skreytiði þá hana með því sem þið eigið heima og ykkur finnst gott.

Tillaga að skrauti:

  • Jarðaber
  • Bláber
  • Haframjöl
  • Möndluflögur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert