Magnaður þreytu og þrotabani

Fersk minta vex víða villt og galið. Því er um …
Fersk minta vex víða villt og galið. Því er um að gera að nýta hana í jógúrtsósur og holla morgundrykki. mbnl.is/TM

Margir eru eflaust örlítið þrútnir og þreyttir í dag eftir skemmtanahald helgarinnar. Þar að auki eru margir að snúa aftur til vinnu í dag eftir frí, flestir leikskólar eru enn í fríi og almenn þreyta gengur yfirlandið með tilheyrandi súkkulaðiþörf og leti. En örvæntið ei. Það er ótrúlegt hvað einn góður grænn drykkur getur gert til að koma fóli á rétt spor eftir sukk og langar svefnlotur. Þessi drykkur er sannarlega hressandi og virkjar heilabúið og kroppinn. Gleðilega vinnuviku! Þessi dugar fyrir tvo en það má líka sjóða krukku og setja drykkin í kalda hreina krukku og þá geymist hann í 1-2 daga. Krukkan er svo bara hrist áður en drukkið er. 

1 bolli mangó frosið
1 bolli spínat eða annað vel grænt salat 
1 banani (vel þroskaður)
1/3 agúrka
1 lúka fersk minta
1/2 bolli epla og engifersafi án viðbætts sykurs 
1 bolli vatn 
1/2 bolli klaki 
Fersk engifer ef vill (1 cm)

Allt sett í blandara og blandað uns kekkjalaust 

Þetta lekkera útileguplastglas er úr Nettó og rífur vissulega lekkerheitin …
Þetta lekkera útileguplastglas er úr Nettó og rífur vissulega lekkerheitin upp.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert