Æðislegt rjómapasta á mínútum

Pastað er fljótgert og mjög djúsí.
Pastað er fljótgert og mjög djúsí. mbl.is/TM

Fljótlegt pasta sem leikur við bragðlaukana og virkilega djúsí! 

1 pakki af fersku fylltu ravioli með ricotta og spínati 
3 dl matreiðslurjómi 
1/2 piparostur 
1/2 tengur (kjötkraftur)
1/2 askja cherry tómatar (eða fjólublá vínber)
1 dl söxuð fesk basilíka 

Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum.
Skerið ostin í teninga og látið hann bráðna við vægan hita ásamt rjómanum. 
Bætið svo teningnum við. Þynnið með mjólk ef þarf. 
Bætið loks niðurskornum tómötum og basilíku í sósuna og hellið yfir pastað. 
Berið fram með salati og góðri sögu af einhleypri vinkonu.

mbl.is