Stressbani að hætti Rikku

Rikka hugsar vel um matarræðið og gerir sér gjarnan holla …
Rikka hugsar vel um matarræðið og gerir sér gjarnan holla hristinga. mbl.is/rikka.is

Við á Matarvefnum er sífellt að leita af nýjum og spennandi uppskriftum. Á leið okkar um veraldarvefinn duttum við inn á síðuna hjá fjölmiðlakonunni og ástríðukokknum Friðriku Hjördísi Geirsdóttur eða Rikku eins og hún er kölluð. Þar fundum við þessar skemmtilegu uppskrift sem við deilum nú með góðfúslegu leyfi Rikku. 

Hérna er ég búin að skella í uppskrift af hristingi sem er stútfullur af næringarefnum og inniheldur meðal annars spínat og engifer en það er einmitt talið lækka gildi stresshormóna eða kortisól. Í lokin bæti ég svo Bee Pollen eða blómafrjókornum sem styrkir ónæmiskerfi líkamans auk þess sem það er góður prótín og orkugjafi,“ segir Rikka og nú er bara að blanda og finna hollustuna streyma um kroppinn.

1/2 stk grænt epli
handfylli ferskt spínat
5 cm biti gúrka
1 stk sellerístilkur
2 cm kubbur engifer
1 msk sítrónusafi
250 ml vatn
1 msk blómafrjókorn

Skellið öllu saman í blandara og njótið. Ef drykkurinn er of þykkur bætið þá bara smá vatni saman við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert