Er stevía „náttúrulegt“ sætuefni eða hvað?

Stevía er planta með sæt blöð sem notuð eru til …
Stevía er planta með sæt blöð sem notuð eru til að vinna sætan vökva úr. mbl.is/

Flestir myndu svara þessari spurningu játandi en þó eru háværar raddir á lofti sem segja að stevían sé alls ekki náttúrlegt sætuefni og það gangi í bullandi berhögg að halda slíku fram.

Meðal þeirra sem halda því fram er John Adamic, blaðamaður á The Daily Beast, en hann skrifaði greinina The Bitter Truth About Stevia: It Ain’t “Natural” en þar fjallar hann um áhrif stórfyrirtækja og hvernig þau hafa tileinkað sér notkun á stevíu og hvernig þau markaðssetja hana sem nýja undrasætuefnið. Nefnir hann í þessu samhengi Coke og Pepsi en bæði hafa hagnast vel á því að nota sína eigin verksmiðjuframleiddu útgáfu af stevíu í afurðir sínar.

Marion Nettle, prófessor við New York University, bendir á í grein sinni Stevia and Other “Natural” Sweeteners: Are They? að stevía sé framleidd á rannsóknarstofum með notkun á etanóli.

Og því er spurt: Er stevía náttúrulegt sætuefni eða hvað?

Í ljós kemur að orðið „náttúrlegt“ er stóra þrætueplið hér. Fæst ríki hafa skilgreint það orð almennilega en bandaríska matvælaeftirlitið hefur sagt að þrátt fyrir skort á regluverki þá sé almenna viðmiðunin sú að varan innihaldi ekki gerviefni (e. artificial eða synthetic), þar með talin litarefni, sem búið er að bæta við.

Stevía er fengin með því að meðhöndla lauf stevíuplöntunar með ethanóli. Um það verður ekki deilt en hér hefjast engu að síður umræðurnar um hversu mikið má meðhöndla og vinna náttúruafurð áður en hún telst ekki lengur náttúruleg. Þeir sem halda því fram að stevían sé náttúruleg benda á að kaffibaun sem slík sé ódrekkandi beint af trénu. Til að búa til kaffi þurfi töluvert langt ferli áður en að hægt er að hella upp á kaffibolla.

Ljóst er að skoðanir eru skiptar á þessu máli sem í grunninn virðist snúast um lítið annað en heimspekilegar skilgreiningar... eða hvað?

Sykurlaust súkkulaði frá Valor. Í súkkulaðinu er stevía notuð sem …
Sykurlaust súkkulaði frá Valor. Í súkkulaðinu er stevía notuð sem sætuefni. mbl.is/
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert