Papríku- og tómatsúpa

Krumpaðar papriku eru fullkomnar í súpugerð.
Krumpaðar papriku eru fullkomnar í súpugerð. mbl.is/Frú Lauga

„Þegar við kíkjum í ísskápinn okkar og finnst „ekkert“ vera til höfum við yfirleitt rangt fyrir okkur. Það getur verið sniðugt að taka hreinlega flest ferskmeti úr ísskápnum og fara að föndra úr því dýrindis máltíð,“ segir Guðný Önnudóttir, eigandi versluninnar og matstofu Frú Laugu.

Í matvöruverslun eins og Frú Laugu gefur auga leið að það kemur fyrir að það seljist ekki alltaf allt upp. „Á menningarnótt var t.d. minna að gera en á venjulegum laugardegi og voru dásamlegu lífrænu paprikurnar frá Sólheimum ansi slappar þegar mætt var í vinnu á mánudaginn. Frúin gerði því þessa hressandi fagurlitu súpu í gær,“ segir Guðný og bendir á að það sé alls engin ástæða til að láta krumpað grænmeti enda í ruslinu.

750 tómatar (eða ca. tvær flöskur eða dósir tómatar)
450 paprika rauð (má vera bland)
0,5 l vatn
120 gr. laukur
15 gr. grænmetiskraftur
9 gr. salt
9 gr. chilli, rautt eða grænt
6 gr. ítalskur hvítlaukur
4,5 gr. agavesíróp
2 gr. pipar

Helmingið paprikurnar og fræhreinsið. Bakið í ofni á 200 C með hýðið upp í ca. 20 mínútur (fer eftir ofni) eða þar til hýðið er farið að verða svart. Lækkið hitann í 180 og bakið áfram þar til paprikurnar eru orðnar linar. 

Ef notaðir eru ferskir tómatar gerið það sama við þá.

Steikið lauk og hvítlauk á miðlungshita þar til hann er glær. Hellið u.þ.b. helmingi vatnsins út í pottinn ásamt öllum öðrum innihaldsefnum. Látið sjóða í ca. 15 mín. og smakkið til. Notið töfrasprota til að mauka súpuna. Hellið restinni af vatninu út í.

Toppa má súpuna með basiliku, steinselju, kóríander, sýrðum rjóma eða því sem vill.

Ekkert að þessum elskum þótt þær séu örlítið þreyttar.
Ekkert að þessum elskum þótt þær séu örlítið þreyttar. mbl.is/Frú Lauga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert