Magnað meðlæti

Litríkt, hollt og virkilega gott. Dressingin á salatinu er algjört …
Litríkt, hollt og virkilega gott. Dressingin á salatinu er algjört dúndur! mbl.is/TM

Sumarið er ekki alveg úti þótt veðrið sé að grána. Það má enn vel hleypa sól í hjarta og kropp með góðri grillveislu og ekki síst með þessu sumarlega meðlæti. Uppskriftina að grænu sósunni má sjá hér.

Sumarsalat með sætri truffludressingu

Blandað salat eftir smekk, botnfyllir í væna skál
1 bökuð rauðrófa (eða tvær litlar)
1 kúla mozzarella
10 smátómatar, skornir í tvennt
2 msk. ristaðar furuhnetur
Blönduð ber eftir smekk. Ég notaði brómber, bláber, hindber og rifsber. Brómber duga vel ein og sér.
3 msk. truffluolía
2 msk. balsamiksíróp

Aðferð
Skolið grænmetið og raðið í skál.
Skerið rauðrófuna í teninga og stráið yfir. Því næst koma tómatarnir, furuhneturnar, berin og að lokum osturinn. Best er að rífa kúluna en ekki skera hana. Þannig kemur bragðið betur fram.

Hrærið olíuna og sírópið saman og dreypið yfir salatið.

Listaverk á diski og vítamínbomba í kropp.
Listaverk á diski og vítamínbomba í kropp. mbl.is/TM

Klassískar og sætar með rósmarínkeim

2 væntar sætar kartöflur í teningum
2 msk. olía
½ tsk. salt
¼ tsk. chillípipar í kvörn
2 greinar af rósmarín, rifið gróft yfir kartöflurnar

Allt saman í eldfast mót og bakað á 180 gáður í 30 mínútur á grilli. Bökunartími fer eftir stærð teninga. Kartöflurnar eru tilbúnar þegar þær eru orðnar mjúkar. Ef einhver afgangur er má vel nota kartöflurnar kaldar í salat daginn eftir.

mbl.is