Morgunverður Stínu á K100

Stína stuð borðar mikið af prótínríkri fæðu vegna æfinganna sem …
Stína stuð borðar mikið af prótínríkri fæðu vegna æfinganna sem hún stundar. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Kristín Sif Björgvinsdóttir útvarpskona á K100 æfir crossfit og hnefaleika af stakri snilld. Hlustendur K100 þekkja Stínu sem hressa og skemmtilega orkubombu sem hleypir gleði inn í hvern dag í gegnum útvarpstæki landsmanna.

Við spurðum Stínu hvað hún borðaði á morgnana en Stína er mætt í vinnuna eldsnemma og þarf því staðgóðan morgunverð auk þess sem hún fer á æfingu í hádeginu og þarf því að hlaða batteríin vel. „Súkkulaðimorgunverðarpönnukakan er í miklu uppáhaldi. Ég borða grænmeti með öllum mat. 1-2 handfyllir með morgunmat og þá finnst mér best að borða það hrátt.“

Hér má sjá innihaldsefnin í pönnukökunni:

340 kal
42 gr. prótein
25 gr. kolvetni
6 gr. fita

Pönnukökutryllingurinn og grænmeti með í öll mál.
Pönnukökutryllingurinn og grænmeti með í öll mál. mbl.is/KS

Morgunpönnukaka Stínu

70 g eggjahvítur 
20 g súkkulaði whey-prótein
1/2 tsk. vínsteinslyftiduft 

Hrærið öllu saman og steikið á pönnu upp úr olíu. Varist að ofsteikja þá verður pönnukakan seig. Ef fólk við meira „flöffí" pönnuköku má vel setja 40 g hvítu og 1 stk. heilt egg.

Fylling:
2-3 msk. grísk jógúrt (mér finnst hún best frá Örnu)
Söxuð hind- eða bláber 
20 gr. haframjöl

Öllu hrært saman. Það er mjög gott að gera fyllinguna kvöldið áður og þá er þetta svona „overnight oats“ sem verður þykkt og gott.

Fyllingin er svo sett í pönnukökuna eftir að hún er tilbúin. Ég set svo nokkur ber eða kókosflögur ofan á og siðan bý ég til hnetusmjörs „sull“ en það er hnetusmjörsduft sem er GEGGJAÐ en inniheldur ekki allar hitaeiningarnar sem eru i hnetusmjöri og þú ræður þykkt með því hvað þú bætir miklu vatni við, dassar því yfir.

 

Stína er í hörkuformi.
Stína er í hörkuformi. mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert