Lambafille með rjómalagaðri sveppasósu

Ragnar Freyr elskar smjör og rjóma og vill upplýsa fólk …
Ragnar Freyr elskar smjör og rjóma og vill upplýsa fólk um niðurstöður nýrra rannsókna sem sýna að neysla á smjöri og rjóma (mettaðri fitu) hefur ekki slæm áhrif á fólk eins og áður var talið. mbl.is/MS

Læknirinn í Eldhúsinu, Ragnar Freyr Ingvason, er maðurinn á bak við þessa ljúffengu uppskrift sem fengin er af uppskriftasíðu MS, Gott í matinn. Ragnar er mikill unnandi smjörs og rjóma eins og sést á uppskriftinni.

Ný auglýsing frá MS verður frumsýnd á næstu dögum þar sem Ragnar eldar einmitt þennan sérlega girnilega rétt.

Lambafille:
1 kg lambafille
50 g smjör
2 greinar ferskt timjan, 2-3 greinar
salt og pipar

Rjómalöguð sveppasósa:
250 g sveppir
1 stk. hvítur laukur
2 stk. hvítlauksrif
50 g smjör
150 ml hvítvín
250 ml rjómi
2 stk. lárviðarlauf
4 greinar ferskt timjan, 4-5 greinar
smjörbolla til þykkingar (eða sósujafnari)
salt og pipar

Kartöflur - Pommes Anna:
1 kg kartöflur
100 g smjör
salt og pipar

Aðferð:

Lambafille:

1. Látið kjötið standa við stofuhita í klukkustund áður en það er steikt til að tryggja að það verði mjúkt eftir steikingu. 

2. Skerið létt í fituna til að opna hana upp, saltið og piprið ríkulega. 

3. Bræðið smjör á pönnu og þegar það er bráðið bætið timjan-greinunum út í. 

4. Setjið því næst lambið varlega á pönnuna með fituna niður. Steikið þangað til hún hefur tekið á sig fallegan gullinbrúnan lit og steikið svo á hinni hliðinni.

5. Það er gott að ausa bráðnu smjörinu upp á puruna til að bæta bragð hennar enn þá frekar. 

6. Þegar lambið er fallega brúnt að utan er það sett í 180 gráðu heitan ofn og bakað þangað til kjarnhiti nær 50-54 gráðum (eftir smekk). Hvílið í nokkrar mínútur áður en það er skorið. 

Rjómalöguð sveppasósa:

1. Skerið sveppina í sneiðar eða bita. Flysjið og skerið laukinn og hvítlaukinn smátt. 

2. Bræðið smjör í potti og steikið fyrst laukinn í nokkrar mínútur við miðlungshita. Bætið svo sveppunum og lárviðarlaufunum saman við og steikið um stund þar til sveppirnir fara að taka lit. Saltið og piprið. 

3. Bætið því næst hvítlauknum saman við og steikið áfram við lágan hita þar til að allur vökvi af sveppunum er gufaður upp og sveppirnir fara að karmelliserast. 

4. Bætið lambasoðinu og timjaninu saman við og sjóðið niður um þriðjung. Saltið og piprið eftir smekk. 

5. Bætið rjómanum saman við og hitið að suðu. Fjarlægið lárviðarlaufin og timjan-greinarnar með gaffli. 

6. Þykkið sósuna með smjörbollu eða sósujafnara. Smakkið sósuna til. 

Kartöflur baðaðar í smjöri  – Pommes Anna:

1. Sneiðið kartöflurnar næfurþunnt með mandólíni. 

2. Penslið eldfast mót með smjöri. Raðið kartöflunum þétt niður og penslið með smjöri á milli laga auk þess að salta og pipra reglulega. 

3. Þrýstið kartöflunum niður í mótið. Penslið efsta lagið með smjöri.

4. Bakið á grillinu við óbeinan hita í 45-55 mínútur. 

Girnilegt í meira lagi. Fullkomið í næsta matarboð eða helgarsteik …
Girnilegt í meira lagi. Fullkomið í næsta matarboð eða helgarsteik fyrir fjölskylduna. mbl.is/MS
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert