Heimsins besti hafragrautur

mbl.is/Rósa Guðbjartsdóttir

Hafagrautur er herramannsmatur og sérdeilis hollur. Margt hefur breyst frá því áður var þegar hafrarnir voru soðnir og bornir fram þannig... án alls þess sem okkur þykir svo mikið varið í. En sem betur fer hafa tímarnir breyst og nú þykir til siðs að bragðbæta hann eða nota smá salt til að hressa bragðið við.

Rósa Guðbjarts er einn þessara matgæðinga sem hafa lagt sig fram við að bragðbæta tilveru okkar hinna. Hún gaf í fyrra út bókina Hollt nesti sem inniheldur mikið magn snjallra hugmynda og lausna fyrir nesti, millimál og morgunverði af ýmsum gerðum sem eiga það sameiginlegt að vera sérdeilis heilsusamlegir.

Hér gefur að líta uppskrift hennar að heimsins besta hafragraut eins og hún kallar hann og við getum ekki beðið eftir að prófa þennan.

Heimsins besti hafragrautur

Fyrir 2

  • 2 dl hafraflögur
  • 3 dl kókosmjólk
  • 1 banani, niðurskorinn
  • 1 tsk. kókosolía eða möndlusmjör (má sleppa)

Aðferð:

  1. Setjið hafraflögur, kókosmjólk og banana saman í pott.
  2. Láti malla við vægan hita þar til hefur blandast vel saman og grauturinn er orðinn hæfilega þykkur.
  3. Hrærið þá kókosolíu eða möndlusmjöri saman við ef þið notið það. Ef grauturinn er orðinn of þykkur má þynna hann með því að bæta smávegis af kókosmjólk eða vatni út í.
  4. Berið fram með berjum, niðurskornum ávöxtum og hnetum eða fræjum að eigin vali, til dæmis granatepla- og graskersfræjum eins og sést á myndinni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert