Ítölsk peru- og möndlukaka að hætti Alberts

Matarvefurinn elskar að kíkja í kaffi til Alberts, því það …
Matarvefurinn elskar að kíkja í kaffi til Alberts, því það er aldrei bara kaffi! mbl.is/Kristinn Magnússon

Matgæðingurinn okkar hann Albert Eiríksson semur í hverjum mánuði sérlegar uppskriftir fyrir Matarvefinn. Nú er hann í bakstursstuði og við erum að elska það! „Það er notalegt að finna ilminn af nýbökuðu kaffimeðlæti, einhver óútskýrð hlýja sem fylgir því. Peru- og möndlukakan er einföld og góð terta sem allir elska hana. Möndlumjölið gefur ljúffengt bragð sem passar vel með perunum. Kökuna má bera fram heita eða við stofuhita. Það má líka minnka smjörið og nota olíu á móti, þannig verður kakan enn þá mýkri og aðeins hollari. Bökum og bjóðum upp í kaffi.“

Ítölsk peru- og möndlukaka

125 g mjúkt smjör
125 g sykur
2 stór egg
50 g hveiti (1/2 bolli)
100 g möndlumjöl (1 bolli)
½ tsk. lyftiduft
1/3 tsk. salt
2 perur, flysjaðar og skornar í helming og svo í sneiðar
50 g möndluflögur
Flórsykur til skrauts

Ofn í 188°C. Smyrjið 20 cm form og setjið bökunarpappír í botn. 

<span>Þeytið smjör og sykur, létt og ljóst. Bætið eggjum sam­an við, einu í einu. </span>

Hrærið hveiti, möndlumjöl, lyftiduft og salt varlega saman við. Setjið í formið og raðið perum ofan á.

Bakið í 25 mín. Dreifið möndluflögum yfir og bakið áfram í 8-10 mín. Kælið, rennið hnífi í kring, fjarlægið formhringinn og pappírinn varlega. Sigtið flórsykur yfir áður en borið er fram.

Möndlukökur henta ákaflega vel með góðu prosecco eða nýlöguðu kaffi.
Möndlukökur henta ákaflega vel með góðu prosecco eða nýlöguðu kaffi. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Loka